fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Var rekin úr skóla út af þessari mynd – Sérð þú ástæðuna?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 06:00

Umrædd mynd. Mynd:Kimberly Alford

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega birti Kimberly Alford meðfylgjandi mynd af dóttur sinni, hinni 15 ára Kayla Keney, með afmælistertuna sína á Facebook. Nokkrum dögum síðar fékk Kimberly tölvupóst frá Bruce Jacobson skólastjóra Whitefield Academy sem Kayla stundaði nám í. Skólinn er kristinn einkaskóli.  Í tölvupóstinum sagði Bruce að hann hefði fengið myndina senda og væri allt annað en sáttur við hana.

Hann gaf í skyn að regnbogalitirnir á myndinni „bæru vitni um viðhorf til siðferðis og menningarlegra hluta sem stríða gegn því sem Whitefield Academy stendur fyrir“. Hann tilkynnti Kimberly síðan að Kayla væri hér með rekin úr skólanum vegna færslu á samfélagsmiðlum.

The Courier Journal skýrir frá þessu. Kimberly segir að skólastjórinn hafi talið tengsl á milli regnbogalitanna á myndinni og hreyfinga og samtaka hinsegins fólks.

Kakan góða. Mynd:Kimberly Alford

Kimberly er ekki sátt við þetta og segir að regnbogalitirnir á myndinn hafi ekkert með hinsegin fólk að gera.

„Mér finnst eins og merkimiði hafi verið settur á hana. Bara það að ég sé með regnboga á mér þýðir ekki að ég sé samkynhneigð.“

Hún segir að engin dulin skilaboð hafi legið í litunum á kökunni. Hún hafi einfaldlega pantað marglita köku í bakaríi.

Hún hefur kvartað yfir brottrekstrinum og segir að skólayfirvöld vilji ekki hitta hana augliti til auglits. Þá hefur skólinn einnig sent nýtt bréf þar sem kemur fram að Kayla hafi sjálf ákveðið að hætta í skólanum. Kayla hefur nú hafið nám í opinberum skóla.

Skólastjórinn sagði í samtali við The Courier að Kayla hafi brotið margar skólareglur og hafi því verið rekin úr skólanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“