fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Brjálaðist um borð í flugvél því enginn vildi stunda kynlíf með henni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 21:00

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex manns þurftu að halda 20 ára konu fastri um borð í flugvél Etihad sem var á leið frá Abu Dhabi til Manchester í maí á síðasta ári. Konan brjálaðist og réðst á farþega og áhöfn. Hún var nýlega dæmd í sex mánaða fangelsi í Manchester vegna málsins.

The Telegraph skýrir frá þessu. Fram kemur að konan, Demi Burton, hafi verið ölvuð þegar hún kom um borð í flugvélina og hafi haldið áfram að drekka áfengi um borð. Síðan byrjaði hún að segja óviðeigandi kynferðislega hluti við tvo karla um borð. Hún spurði þá meðal annars hvort þeir vildu stunda kynlíf með henni um borð í vélinni. Það vildu þeir ekki en það hélt ekki aftur af Burton sem hélt áfram að segja óviðeigandi hluti tengda kynlífi. Á endanum neitaði áhöfnin að veita henni meira áfengi.

Það virtist hún ekki skilja og byrjaði að öskra „þá getið þið bara lent núna“. Fyrir dómi kom fram að æðiskast hennar hefði varað í fjórar klukkustundir. Áhöfnin reyndi að róa hana en það skilaði engum árangri því hún skallaði fólk, greip í það og beit. Á endanum þurfti sex manns til að halda henni. Einn þeirra var læknir sem Burton beit og flugfreyja fékk sömu meðferð hjá henni auk þess að vera skölluð í andlitið. Annar fékk spörk í rifbeinin og andlitið.

Fyrir dómi sagði Burton að hún þjáist af flughræðslu og þess vegna hafi hún drukkið áfengi. Hún sagðist sjá eftir því sem hún gerði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum