fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Tvöfalt fleiri dönsk ungmenni nota kókaín nú en fyrir fimm árum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 22:00

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

24.600 dönsk ungmenni á aldrinum 15 til 25 ára hafa notað kókaín undanfarinn mánuð. Þetta eru tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum. Neytendurnir eru einnig almennt yngri og koma úr öllum þjóðfélagshópum samfélagsins.

Politiken skýrir frá þessu. Blaðið segir að þetta komi fra í nýrri skýrslu. Hún er byggð á könnun sem var gerð meðal 3.022 ungmenna á aldrinum 15 til 25 ára. Þrjú prósent þeirra sögðust hafa notað kókaín undanfarinn mánuð en það svarar til 24.600 manns á landvísu. 2014 var hlutfallið 1,6 prósent.

Mads Uffe Pedersen, prófessor við rannsóknarmiðstöð í vímuefnamálum við Árósaháskóla, segir þetta mikið áhyggjuefni en komi ekki á óvart því kókaín sé algengasta harða fíkniefnið meðal ungs fólks og sé oft notað þegar fólk er úti að skemmta sér.

Hann segir þó koma á óvart að fleiri grunnskólanemar og fólk í löngu námi sé farið að nota kókaín. Áður fyrr hafi það aðallega verið ungmenni sem áttu á brattann að sækja félagslega og voru í stuttu námi sem notuðu fíkniefni. Þannig sé það ekki lengur því ungmenni úr öðrum þjóðfélagshópum séu að ná þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós