fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Tveir lögreglumenn skotnir í Louisville í mótmælum vegna máls Breonna Taylor

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 04:00

Frá óeirðunum í nótt. Mynd:EPA-EFE/Mark Lyons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir lögreglumenn voru skotnir í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum í gærkvöldi að staðartíma. Þetta gerðist þegar mótmælt var í borginni eftir að ljóst var að enginn lögreglumaður yrði ákærður fyrir drápið á Breonna Taylor í mars. Taylor, sem var 26 ára, var skotin til bana á heimili sínu þegar lögreglan réðst til inngöngu á grunni rangra upplýsinga um fyrrum unnusta Taylor.

Í gær var tilkynnt að enginn lögreglumaður verði ákærður beint fyrir drápið en einn, Brett Hankison, verður ákærður fyrir tilefnislausa valdbeitingu með því að hafa hleypt af skotum inn í aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sem Taylor bjó í. Hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir hvert brot en þau eru samtals þrjú. Daniel Cameron, dómsmálaráðherra Kentucky, sagði í gær að rannsókn hefði leitt í ljóst að valdbeiting tveggja annarra lögreglumanna hefði verið í samræmi við reglur. Tilkynningin vakti reiði margra og safnaðist fólk saman til að mótmæla. Nokkrir voru handteknir í átökum við lögreglu.

Robert Schroeder, lögreglustjóri í borginni, sagði á fréttamannafundi að tveir lögreglumenn hefðu verið skotnir í miðborginni þegar þeir brugðust við tilkynningum um skothvelli. Hann sagði að þeir hefðu báðir verið fluttir á sjúkrahús og væri ástand þeirra „stöðugt“. Hann sagði að einn hefði verið handtekinn vegna málsins.

Óeirðarlögregla og þjóðarvarðlið hafa tekist á við mótmælendur í borginni í nótt og hafa notað brynvarin ökutæki frá hernum auk táragass. Sky skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“