fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Sjö ára fangelsi fyrir að reyna að myrða eiginkonu sína – Neyddi hana til að drekka eitrað kakó

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. september 2020 20:49

Hann neyddi hana til að drekka eitrað kakó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október á síðasta ári reyndi karlmaður að myrða 45 ára eiginkonu sína með því að neyða hana til að drekka kakó sem innihélt þrjú mismunandi lyf. Lyfin deyfðu konuna svo mikið að hún gat sig ekki hreyft. Þá settist maðurinn, sem er einnig 45 ára, klofvega ofan á hana og skar hana margoft í handlegg. Var konan í lífshættu eftir þetta.

Í síðustu viku dæmdi dómstóll í Næstved í Danmörku, þar sem þetta gerðist, manninn í sjö ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir verknaðinn. Hann áfrýjaði honum samstundis.

Það varð konunni til lífs að hún náði að komast út um glugga og ná sambandi við nágranna.

Fyrir dómi kom fram að maðurinn hafi otað hníf að konunni þegar hann neyddi hana til að drekka kakólið og sagði: „annað hvort tekur þú þetta eða það verður þetta“ en það vísaði hann til hnífsins.

Hann skildi konuna síðan eftir í góða stund í læstu herbergi og kom síðan aftur og sagði: „ljúkum þessu“, „samþykkir þú að ég fái 65 til 75% af eigum okkar og að ég fái stelpurnar og að þú hittir þær bara fjórtánda hvern dag?“.

Konan hafnaði þessu í fyrstu en hjónin höfðu nýlega ákveðið að skilja. Hún samþykkti þetta síðan af ótta við manninn en þá sagði hann: „nú treysti ég þér ekki lengur, nú er þessu lokið“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum