fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Aðeins eitt inflúensusmit – Suður-Afríka virðist hafa sloppið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er veturinn formlega afstaðinn á suðurhveli jarðar og komið vor, að minnsta kosti samkvæmt dagatalinu. Eitt af því sem fylgir vetrinum er inflúensa en þennan veturinn var hún öðruvísi en hún á að sér, hennar varð eiginlega ekki vart.

Í Suður-Afríku látast allt að 12.000 manns árlega af völdum inflúensu og eru vetrarmánuðirnir júní til ágúst sá tími sem flensan er í hámarki á suðurhvelinu. Sérfræðingar höfðu miklar áhyggjur af inflúensunni fyrir veturinn því óttast var að hún myndi herja af fullum þunga um leið og kórónuveiran og myndi bókstaflega leggja heilbrigðiskerfið á hliðina. Kórónuveiran hefur hegðað sér öðruvísi í Suður-Afríku en Evrópu því flest smitin voru yfir vetrartímann þegar hin hefðbundna inflúensa herjar venjulega.

Að fá inflúensufaraldur ofan í kórónuveirufaraldur hefði gert málin erfið því þá eru komnir tveir hópar sjúklingar með sömu sjúkdómseinkenni, að hluta, sem þarfnast meðferðar en um leið er mikilvægt að þessum hópum sé ekki blandað saman.

En sem betur fer lét inflúensan nánast ekki á sér kræla í Suður-Afríku og greindist aðeins eitt tilfelli að sögn Wolfgang Preiser, yfirmanns smitsjúkdómadeildar Stellenbosch háskólans í Höfðaborg. Deildin sér um rannsóknir á kórónuveirusýnum en einnig inflúensusýnum.

„Þetta er ótrúlegt, við áttum ekki von á þessu. Stóra spurningin er auðvitað af hverju þetta gerðist? Er það af því að við notuðum andlitsgrímur og notum handspritt eða af því að fólk frá norðurhveli jarðar kom ekki í heimsókn?“

Segir Preiser sem segir of snemmt að segja til um hvert svarið er. Þó sé ljóst að þetta tengist kórónuveirufaraldrinum á einhvern hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri