fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Umfangsmikil svikastarfsemi við útleigu sumarhúsaíbúða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 07:01

Frá Spáni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hyggur á ferð til Spánar á næstunni þá er betra að hafa varan á sér ef leigja á íbúð af einkaaðilum eða fyrirtækjum þar í landi til að dvelja í í fríinu.  Spænska lögreglan hefur sent frá sér aðvörun til ferðamanna og hvetur þá til að hafa vara á ef þeir hyggjast leigja slíkar íbúðir.

Lögreglan afhjúpaði nýlega net svikahrappa sem hafði haft 250.000 evrur af ferðamönnum. Ferðamennirnir leigðu sér að því er virtist góðar íbúðir sem þeir fundu á netinu. Þeir greiddu leiguna fyrir fram en þegar á staðinn var komið kom í ljós að þeir gátu ekki búið í þeim því þær voru bara ekki til leigu. Lögreglan hefur komið upp um rúmlega 100 slík mál en telur að þau séu mun fleiri.

Rannsókn hófst þegar sífellt fleiri ferðamenn sneru sér til lögreglunnar um allt landið og tilkynntu um svik af þessu tagi. Tölvuglæpadeild lögreglunnar fór þá að rannsaka málið og ætlar að halda því áfram. Í síðustu viku voru fimm handteknir í Alicante vegna gruns um aðild að þessari umfangsmiklu svikastarfsemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá