fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Unglingar sem ætluðu að gera TikTok myndband fundu líkamsparta í ferðatösku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 07:01

Lögreglumenn á vettvangi. Skjáskot/King5

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem átti bara að vera notaleg ferð, forvitinna unglinga, til Seattle, breyttist í martröð þegar þeir fundu svarta ferðatösku á ströndinni.

Setningin “Something traumatic happened that changed my life, check” er sívinsæl á TikTok. Þegar fjórir unglingar frá Seattle ætluðu að gera TikTok myndband, fundu þeir ferðatösku á ströndinni, sem fékk þá til að nota þessa setningu.

Unglingarnir höfðu notað smáforritið Ranonautica, sem sendir notendur þess til staða, sem valdir eru af handahófi, til þess að kynnast nærumhverfi sínu betur. Forritið sendi þá til Duwamish Head, þar sem taskan fannst. Þeir vonuðust til þess að í töskunni væru peningar.

Það er ógeðsleg lykt af henni

Á upptökunni heyrist stúlkurödd hrópa: “Opnaðu hana! Það er ógeðsleg lykt af henni, yo”. Önnur stúlka potar í töskuna með priki og hlær, en svo gerir hópurinn sér grein fyrir því að kannski sé eitthvað annað en peningar í töskunni.

Á næstu upptöku sést hvar ein stúlknanna hringir í neyðarlínuna og þegar fjöldi lögreglubíla og slökkviliðsbíll koma á staðinn. Því næst er sýnd fréttatilkynning frá lögreglunni í Seattle, þar sem tilkynnt er um líkfund.

Fundu aðra tösku í sjónum

Í fréttatilkynningunni segir lögreglan í Washington að síðastliðinn föstudag hafi verið haft samband við lögregluna og tilkynnt um grunsamlega tösku sem fundist hafi við ströndina. Í fréttatilkynningunni kom ekki fram hver hefði látið lögregluna vita af töskunni, en fram kemur að önnur taska hafi fundist í sjónum. Lögreglan staðfestir að í töskunum hafi verið líkamsleifar og að þær hafi verið færðar til rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks