fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Hópur rúmenskra hraðbankaþjófa handtekinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júní 2020 20:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan handtók í síðustu viku þrjá Rúmena, tvo karla og eina konu, sem eru grunuð um að hafa sprengt hraðbanka í Helsingør aðfaranótt þriðjudags. Hraðbankinn skemmdist mikið en þjófunum tókst ekki að ná peningum úr honum.

Karlarnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 15. júlí en konunni var sleppt þar sem hún ekki talin eiga stóran hlut að máli. Danska lögreglan segir að hópurinn hafi látið að sér kveða í nokkrum Evrópulöndum en hann er meðal annars grunaður um samskonar afbrot í Þýskalandi og Sviss.

Lögreglunni tókst nokkuð fljótt að hafa uppi á fólkinu eftir umfangsmikla rannsókn þar sem staðarlögreglan og sérstakur rannsóknarhópur ríkislögreglunnar unnu saman.

Nú vinnur danska lögreglan að rannsókn málsins í samvinnu við lögreglu í nokkrum öðrum Evrópulöndum til að kortleggja ferðir hópsins og aðferðir hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi