fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Ný rannsókn – Fituríkar mjólkurvörur eru hollari en fitulitlar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 18:35

Fituríkar eða fitulitlar mjólkurvörur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem neytir fituríkra mjólkurvara er með lægri blóðþrýsting, minni blóðsykur og minna af hættulegri líkamsfitu en samanburðarhópar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar en þær eru ekki óumdeildar.

BMJ birti nýlega nýja rannsókn sem bendir til að mjólkurfita geti verið holl. Alþjóðlegt teymi vísindamanna fór í gegnum heilbrigðisupplýsingar tæplega 150.000 manns í 21 landi. Meðal niðurstaðna þeirra er að þeir sem borða fituríkar mjólkurvörur séu síður í hættu á að fá sykursýki, hjartsláttartruflanir og aðra sjúkdóma.

Greinilegasti munurinn var hjá þeim sem neyttu tveggja eða fleiri skammta af fituríkum mjólkurvörum á borð við nýmjólk, rjóma og smjör. Samanburðurinn var gerður við fólk sem ekki neytti mjólkurafurða.

28 prósent færri voru með efnaskiptasjúkdóma.

21 prósent færri voru með of háan blóðþrýsting.

29 prósent færri voru með of mikið mittismál.

14 prósent færri voru með of hátt gildi blóðsykurs.

Þeir sem neyttu fitulítilla mjólkurvara virtust ekki hafa neinn heilsufarslegan ávinning af því. Þvert á móti hafði hærra hlutfall þeirra of hátt gildi blóðsykurs en það getur verið merki um sykursýki 2.

Rannsóknin bætist við fleiri nýlegar rannsóknir sem hafa sýnt að fituríkar mjólkurvörur séu ekki hættulegar og kannski þvert á móti hollar.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?