fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Flest ný tilfelli kórónuveirusmita í Suður-Kóreu tengjast farandsölumönnum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 06:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hafa nokkrir tugir nýrra tilfella COVID-19 verið staðfest á degi hverjum í Suður-Kóreu. Flest þeirra í hinni þéttbýlu höfuðborg Seoul. Á laugardaginn greindust 51 nýtt smit, þar af voru 42 rakin til farandsölumanna á vegum Richway fyrirtækisins sem selur heilbrigðisvörur.

Á þriðja hundrað hafa látist af völdum veirunnar í Suður-Kóreu og um 12.000 smit hafa greinst. Kim Gang-lip, varaheilbrigðisráðherra, sagði að smitið af völdum sölumanna Richway væri mikið áhyggjuefni því flestir hinna smituðu væru á sjötugs- og áttræðisaldri.

130 smit hafa verið rakin til risastórs vöruhúss sem Coupang rekur. Fyrirtækið hefur verið sakað um að hafa ekki fylgt þeim reglum sem hafa verið settar um forvarnir vegna heimsfaraldursins og að hafa látið veikt fólk vera í vinnu.

Í byrjun mars greindust um 500 smit á dag í landinu en yfirvöldum tókst að ná stjórn á faraldrinum með því að taka mikið af sýnum og með því að rekja ferðir smitaðra. En útbreiðsla veirunnar hefur aukist í höfuðborginni að undanförnu en þar búa um 26 milljónir manna, helmingur landsmanna. Yfirvöld reyna nú að ná stjórn á ástandinu á nýjan leik en búið var að slaka á ýmsum samfélagslegum hömlum og skólar höfðu verið opnaðir á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju