fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Pressan

„Uppgötvun ársins“ – „Í fyrsta sinn getum við meðhöndlað kórónuveirusmit“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 06:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er frábær frétt. Enn sem komið er uppgötvun ársins, læknisfræðilega séð.“ Þetta hefur Danska ríkisútvarpið eftir Thomas Benfield, prófessor í smitsjúkdómafræðum og yfirlækni á Hvidovre sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn, um niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýnir mikinn ávinning af notkun lyfsins Remdesvir í baráttunni við kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu New England Journla of Medicine. Þær byggjast á rannsóknum í 22 löndum. 1.063 sjúklingar tóku þátt í þeim.

Niðurstöðurnar sýna að hjá þeim hópi sem fékk lyfið dró úr dánartíðninni um 80%. Þetta á við um sjúklinga sem voru á sjúkrahúsi og þörfnuðust súrefnisgjafar.

Jens Lundgren, prófessor í smitsjúkdómafræðum á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn, tók í sama streng og sagði að fyrir mánuði hafi læknar nánast staðið uppi ráðalausir. Niðurstöður rannsóknarinnar gjörbreyti stöðunni og möguleikum til meðferðar.

„Í fyrsta sinn er hægt að meðhöndla kórónuveirusjúkdóma, ekki bara COVID-19, einnig aðra, með lyfi sem stöðvar fjölgun veirunnar.“

Remdesivir var þróað af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead til meðferðar við lifrarbólgu C. Það hefur einnig verið notað við ebólu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna

Deila hart um hver seldi fyrstu Bratwurst pylsuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lyktarskyn dótturinnar kom upp um morðingja móður hennar

Lyktarskyn dótturinnar kom upp um morðingja móður hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp