fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Pressan

Læknar án landamæra að störfum í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. maí 2020 16:00

Navajo indíánar við helgiathöfn. EPA-EFE/MATT YORK / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni hafa mannúðarsamtökin Læknar án landamæra sent fólk til aðstoðar í Bandaríkjunum. Hópur hefur verið sendur til verndarsvæðis Navajo indíána til að aðstoða yfirvöld þar í baráttunni við kórónuveiruna.

The Hill hefur eftir talsmanni samtakanna að níu manns hafi verið að störfum á verndarsvæðinu síðan í apríl. Samtökin senda venjulega lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk til átakasvæða eða náttúruhamfarasvæða en þetta er í fyrsta sinn sem þau senda fólk til starfa í Bandaríkjunum.

Verndarsvæðið er í norðausturhluta Arizona og nær yfir tæplega 67.000 ferkílómetra. Þetta er stærsta verndarsvæði indíána í Bandaríkjunum. Um 170.000 indíánar búa þar. Þar eru fleiri tilfelli COVID-19 smita miðað við höfðatölu en í nokkru ríki Bandaríkjanna eða 1.786 smit á hverja 100.000 íbúa.

Fram að þessu hafa 100 dauðsföll verið skráð á verndarsvæðinu en indíánarnir eru með miklar áhyggjur af velferð elstu íbúanna sem bera ábyrgð á að varðveita menningu þeirra og tungumál.

Læknar án landamæra hafa einnig sent lítið teymi til aðstoðar Puebloindíánum norðan við Albuquerque.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldudrama breyttist í martröð: Tengdamóðirin grét og skalf þegar örlög hennar réðust

Fjölskyldudrama breyttist í martröð: Tengdamóðirin grét og skalf þegar örlög hennar réðust
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Aukaleikari úr Jaws græðir á tá og fingri á myndinni – „Þetta er súrrealískt“

Aukaleikari úr Jaws græðir á tá og fingri á myndinni – „Þetta er súrrealískt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Saksóknarar fagna stóráfanga í máli Gilgo Beach morðingjans – DNA-sönnunargögn dæmd gild

Saksóknarar fagna stóráfanga í máli Gilgo Beach morðingjans – DNA-sönnunargögn dæmd gild