fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Pressan

Jane Goodall er ekki í vafa um hver á sök á heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 07:01

Jane Goodall. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin heimsfræga vísindakona Jane Goodall, sem er nú 86 ára, er ekki í neinum vafa um hver ber ábyrgð á heimsfaraldri kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Goodall er þekkt fyrir baráttu sína í þágu dýraverndar og fyrir rannsóknir sína á öpum og þá sérstaklega simpönsum.

Hún kom fram í norsk/sænska spjallþættinum SKAVLAN í síðustu viku þar sem hún ræddi um veiruna skæðu.

„Ég tel sökina liggja hjá okkur mönnunum. Það eru engin vandamál með leðurblökur ef þær fá að vera í friði þar sem þær eiga heima. Vandinn er að við höfum ruðst inn á búsetusvæði þeirra. Við eyðileggjum skógana þar sem þær búa og þannig komumst við í nánari snertingu við þær.“

Sagði Goodall sem sagði að venjulega smiti leðurblökur önnur dýr þegar þau komast í nána snertingu við þau.

„Síðan kemur þetta dýr til okkar og skapar nýtt vandamál fyrir okkur en það er okkur að kenna.“

Sagði hún og gagnrýndi markaði þar sem lifandi dýr eru seld en kórónuveiran er talin eiga rætur að rekja til slíks markaðar í Wuhan í Kína.

„Meðferðin er hræðileg, það sama á við um aðstæður seljenda og kaupenda sem geta fengið skít, þvag og blóð á sig því dýrin eru oft drepin á þessum mörkuðum. Það eru þessir markaðir með villt dýr í Asíu, bush meat markaðir í Afríku og mikill landbúnaður sem eiga sök á mörgum sjúkdómum hjá okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Í gær

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir