fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Sektir ef fólk heldur ekki fyrir munninn þegar það hnerrar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 19:30

Frá Peking. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórnin í Peking, höfuðborg Kína, hefur samþykkt nýjar reglur sem eiga að auka hreinlæti borgarbúa á almannafæri. Framvegis getur það orðið fólki dýrt ef það heldur ekki fyrir munninn þegar það hóstar eða hnerrar á almannafæri því heimilt verður að sekta það fyrir brot af þessu tagi.

Reglurnar voru samþykktar á föstudaginn. Samkvæmt þeim á að setja upp merkingar á torgum þar sem einn metri á að vera á milli fólks. Auk þess að tryggja hreinlæti kveða reglurnar á um að íbúarnir eigi að „klæðast viðeigandi fatnaði“ þegar þeir eru á almannafæri.

Sektarákvæði eru í reglunum sem bætast við fjölda eldri regla um hvernig borgarbúar eiga að hegða sér á almannafæri. Til dæmis má ekki hrækja, láta hunda vera lausa eða henda rusli á göturnar. Sektir, sem nema sem svarar til um 4.000 íslenskum krónum, liggja við brotum gegn þessum reglum.

Nýju reglurnar eru bein afleiðing COVID-faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf