fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Bill Gates er orðinn einn mest hataði maður heims – Hatur og lygar á netinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. apríl 2020 08:01

Bill Gates er ekki á flæðiskeri staddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á netinu eru engin takmörk fyrir þeim hatursáróðri og lygum sem er dreift. Sérstaklega ekki þessar vikurnar þegar COVID-19 heimsfaraldurinn heldur stórum hluta heimsins í greipum sínum. Að undanförnu hefur kórónufaraldurinn og meint tengsl hans við 5G farsímanetið verið heitasta umræðuefnið á netinu en nú er Bill Gates, stofnandi Microsoft, orðinn vinsælasta umræðuefni þeirra sem telja sig þurfa að dreifa lygum og áróðri.

Nú er dreift linnulausum lygum um að hann hafi látið búa COVID-19 til svo að hann gæti grætt á bóluefni gegn veirunni. Einnig ganga sögur um að hann sé meðlimur í hópi sem er að undirbúa að taka upp einhverskonar alheimsvöktunarkerfi þar sem fylgst verður með öllum jarðarbúum. New York Times skýrir frá þessu.

Gates er því orðinn vinsælla umræðuefni á netinu en 5G og kórónuveiran.

Frá því í febrúar hefur Bill Gates verið nefndur um 1,2 milljón sinnum á samfélagsmiðlum í tengslum við samsæriskenningar tengdar kórónuveirunni. New York Times fann 16.000 færslur, þar sem Gates kom við sögu, á Facebook sem 900.000 höfðu líkað við og tjáð sig um.

10 vinsælustu YouTube myndböndin, þar sem lygum um Gates og veiruna, er dreift hafa fengið um 5 milljónir áhorfa.

Gates ver í dag miklum tíma til allskonar mannúðarmála og notar stóran hluta af auðæfum sínum til margvíslegra góðverka á borð við baráttu gegn malaríu. Hann hefur gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og aðgerðir hans vegna COVID-19 og þá sérstaklega ákvörðun Trump um að hætta greiðslum til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“