fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Tvær bækur vekja mikla athygli – Sáu höfundarnir COVID-19 fyrir?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 06:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í kringum 2020 mun alvarlegur sjúkdómur, sem líkist lungnabólgu, breiðast út um allan heiminn, ráðast á lungun og berkjurnar og standa af sér allar þekktar meðferðir.“

Þessi lýsing gæti átt við það sem nú er að gerast víða um heim eftir að COVID-19 kórónuveiran breiddist út um allan heim frá Wuhan í Kína. En það sem er sérstaklega eftirtektarvert við þennan texta er að hann var skrifaður 2008.

Hann er að finna í bókinni „End of Days“ eftir hina þekktu og umdeildu spákonu Sylvia Browne. En Browne, sem er látin, er ekki ein um að hafa farið ansi nærri raunveruleikanum í skrifum sínum.

Metsölurithöfundurinn Dean Koontz lýsti álíka veiru í bókinni „The Eyes of Darkness“  sem hann skrifaði 1981. Það er kannski enn merkilegra við skrif hans að veiran varð til í kínversku borginni Wuhan, þannig séð.

Í bók Koontz er það veira, búin til í tilraunastofu, sem er sleppt lausri til að gera út af við heilu borgirnar. Í umræðum um þetta á netinu hafa margir bent á þá ótrúlegu tilviljun að veiran í bók Koontz heitir Wuhan-400 og hafi verið búin til í tilraunastofu í samnefndri borg þar sem COVID-19 kom einmitt fyrst fram á sjónarsviðið. Wuhan-400 á það síðan sameiginlegt með COVID-19 að leggjast aðeins á fólk, ekki á dýr.

En sá reginmunur er á Wuhan-400 og COVID-19 að dánartíðnin af völdum fyrrnefndu veirunnar var 100 prósent en COVID-19 hefur orðið um tveimur prósentum smitaðra að bana. Auk þess er rétt að hafa í huga að Koontz hafði ekki í hyggju að láta búa veiruna til í Wuhan því í upphaflegri útgáfu bókarinnar hét hún Gorki-400 og var búin til í Sovétríkjunum. Þegar bókin var endurprentuð 1989 var nafni veirunnar breytt í Wuhan-400, væntanlega þar sem kalda stríðinu var lokið.

Hvað varðar skrif Browne þá benda margir á að það þurfi að taka þeim með ákveðnum fyrirvara og benda því til sönnunar á að hún hafi einnig spáð því að sjúkdómurinn muni skyndilega hverfa alveg, jafn hratt og hann kom. Síðan muni hann herja aftur 10 árum síðar og síðan hverfa algjörlega.

Kórónuveiran SARS hafði herjað á heiminn áður en Browne skrifaði þetta og því ekki útilokað að hún hafi fengið innblástur úr þeirri áttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“