fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Bresk kona snerist til íslamstrúar – Ætlaði að „drepa þar til hún yrði drepin“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 22:00

Safiyya Shaikh. Mynd:Lundúnalögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið haust lét breska lögreglan til skara skríða eftir langa rannsókn og handtók 36 ára konu, Safiyya Shaikh, grunaða um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Við rannsóknina notaðist lögreglan meðal annars við tálbeitur.

Mál Shaikh er nú til meðferðar hjá dómstólum en hún er ákærð fyrir að hafa ætlað að fremja hryðjuverk, þar á meðal í St. Pauls dómkirkjunni. Hún játaði sök fyrir dómi á föstudaginn. Í umfjöllun breskra fjölmiðla kemur fram að fram að handtökunni hafði Shaikh ákaft reynt að verða sér úti um sprengiefni til að geta framið sjálfsvígsárás. Fyrir dómi voru fjölmörg sönnunargögn lögð fram, þar á meðal samtöl sem Shaikh átti á dulkóðuðum spjallrásum.

„Ég vil gjarnan sprengja og skjóta fólk þar til ég dey. Ég myndi elska að eyðileggja þennan stað og þessa vantrúuðu þar.“

Skrifaði hún meðal annars til hjóna sem hún taldi vera sama sinnis og hún sjálf. Þau voru hins vegar lögreglumenn sem störfuðu sem tálbeitur. Annarra sönnunargagna í málinu var aflað af tálbeitum sem Shaikh leitaði til þegar hún hafði útbúið svo nákvæmar áætlanir að næsta skref hennar var að verða sér úti um sprengiefni.

BBC segir að hún hafi afhent einni tálbeitunni tvo poka og beðið hana um að útbúa þá með sprengjum.

„Ég vil drepa marga. Ég vil gjarnan ráðast á kirkju . . . um jólin eða páskana til að drepa fleiri. Ég sendi alltaf hótanir. En ég vil gera alvöru úr þeim.“

Sagði hún tálbeitunni. Hún hafði beint sjónum sínum sérstaklega að St. Pauls dómkirkjunni sem er þekkt táknmynd Lundúna. Hún hafði einnig farið í vettvangskönnun í kirkjuna.

„Ég ætla að koma sprengjunni fyrir undir turninum. Ég ætla líka að gera eitthvað svipað á hótelinu, svo kirkjuni – síðan ætla ég að drepa þar til ég verð drepin.“

Sagði hún í skilaboðum sem hún sendi.

Shaikh hét Michelle Ramsden áður en hún snerist til íslamstrúar en það gerði hún 2007. Árin á eftir varð hún sífellt öfgafyllri og einangraði sig að mestu frá því múslimska samfélagi sem hún var orðin hluti af.

Lögreglan telur að hún hafi að fullu orðið öfgafullur íslamisti 2015. Staðfest hefur verið að hún hét hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríki hollustu sína á síðasta ári.

Dómur verður kveðinn upp yfir henni 11. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Í gær

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela