fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Niðurstöður DNA-rannsókna í máli Anne-Elisabeth liggja fyrir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 06:00

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan hefur nú fengið niðurstöður úr DNA-rannsóknum í tengslum við rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen frá heimili sínu þann 31. október 2018 en ekkert hefur til hennar spurst síðan. Lögreglan telur að hún sé ekki lengur á lífi og rannsakar málið sem morðmál.

Lögreglan vonast til að niðurstöður DNA-rannsóknanna geti komið að gagni við rannsókn málsins. Tommy Brøske, sem stýrir rannsókninni, staðfesti í samtali við VG að lögreglan hafi fengið niðurstöður DNA-rannsókna og að enn séu niðurstöður að berast. VG segir að lífsýnin hafi fundist á ýmsum hlutum á heimili Hagen-hjónanna.

Ekki er þó öruggt að niðurstöðurnar leiði til þess að málið leysist en Brøske sagði að hugsanlega þurfi að afla fleiri lífsýna í framtíðinni. Hann sagðist enn bjartsýnn á að lögreglunni takist að leysa málið.

Lögreglan komst að því hvernig skóm mögulegur gerandi var í, einnig fundust hótunarbréf, umslag og fleira sem lífsýni fundust á. Einnig voru tekin lífsýni af persónulegum munum Anne-Elisabeth. Lögreglan veit nú hvar margir þessara muna voru keyptir.

VG segir að lögreglunni hafi ekki enn tekist að tengja þessa muni við einn ákveðinn aðila og því hafi henni ekki enn tekist að ná ótvíræðum árangri sem geti leitt til handtöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn