New York Times greinir frá því að fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar hafi tjáð þingmönnum þetta í síðustu viku. Markmiðið sé að Donald Trump verði endurkjörinn í embætti forseta.
Fulltrúar Repúblikana og Demókrata í njósnanefnd þingsins eru sagðir hafa setið umræddan fund. Þar hafi meðal annars komið fram að Rússar hygðust einnig beita sér í forvali Demókrata sem nú stendur yfir. Með hvaða hætti er þó ekki tíundað nákvæmlega.
Þó má gera ráð fyrir, að sögn CNN, að um verði að ræða einhverskonar árásir á kosningakerfi og notkun áróðurs á samfélagsmiðlum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa verið ósáttur við að umræddur fundur hafi verið haldinn í njósnanefnd þingsins. Þá eru fulltrúar Repúblikana sagðir hafa lýst efasemdum á fundinum um afskipti Rússa. Þannig hefði Trump verið harður og ekkert benti til þess að Vladimir Pútín vildi frekar hafa Trump í Hvíta húsinu en til dæmis Bernie Sanders.