fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Rússar sagðir vinna að því hörðum höndum að Trump verði endurkjörinn

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 21. febrúar 2020 10:10

Donald Trump er iðinn við að koma sér í vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, telja að rússnesk yfirvöld vinni hörðum höndum að því að tryggja Donald Trump í embætti Bandaríkjaforseta næstu fjögur árin. Forsetakosningar fara fram í nóvember en eins og kunnugt er beittu Rússar sér í kosningunum 2016.

New York Times greinir frá því að fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar hafi tjáð þingmönnum þetta í síðustu viku. Markmiðið sé að Donald Trump verði endurkjörinn í embætti forseta.

Fulltrúar Repúblikana og Demókrata í njósnanefnd þingsins eru sagðir hafa setið umræddan fund. Þar hafi meðal annars komið fram að Rússar hygðust einnig beita sér í forvali Demókrata sem nú stendur yfir. Með hvaða hætti er þó ekki tíundað nákvæmlega.

Þó má gera ráð fyrir, að sögn CNN, að um verði að ræða einhverskonar árásir á kosningakerfi og notkun áróðurs á samfélagsmiðlum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa verið ósáttur við að umræddur fundur hafi verið haldinn í njósnanefnd þingsins. Þá eru fulltrúar Repúblikana sagðir hafa lýst efasemdum á fundinum um afskipti Rússa. Þannig hefði Trump verið harður og ekkert benti til þess að Vladimir Pútín vildi frekar hafa Trump í Hvíta húsinu en til dæmis Bernie Sanders.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“