fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna – „Draugafólk“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 22:00

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekkta tegund manna. Þeir telja að tegundin hafi blandast við okkar eigin tegund fyrir tugþúsundum ára í Afríku. Ef þetta er rétt þá staðfestir það enn betur hversu flókin og margvíslegur uppruni okkar nútímamanna er.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að núlifandi Vestur-Afríkumenn geti rakið 2 til 19% af erfðaþáttum sínum til útdauðrar tegundar. Vísindamennirnir kalla þessa tegund „draugafólk“.

Sriram Sankararaman, prófessor í erfðatækni við Kaliforníuháskóla, segir að vísindamennirnir telji að tegundirnar hafi blandast fyrir um 43.000 árum en þó sé ákveðin óvissa í þessu mati. Hann er aðalhöfundur rannsóknarinnar sem var birt í síðustu viku í vísindaritinu Science Advances.

Tegundin okkar, Homo sapiens, hefur verið til í rúmlega 300.000 ár. Hún á rætur að rekja til Afríku en breiddist síðan út um allan heim. Í Evrasíu blandaðist hún Neanderdalsmönnum og annarri tegund, Denisova hominins, sem er ekki eins þekkt. Nútímamenn bera erfðaefni frá báðum þessum tegundum.

Töluvert er vitað um Neanderdalsmenn og svolítið um Denisova hominins því til eru steingervingar frá báðum tegundunum. En hvað varðar þessa nýju „draugategund“ er ekki úr eins miklu að moða. Sankararaman segir að ekki sé mikið vitað um tegundina á þessu stigi.

„Við vitum ekki hvar hún hélt til, hvort steingervingar af henni eru til eða hver örlög hennar urðu.“

Hann segir að svo virðist sem þessi tegund hafi sagt skilið við þróunarlínuna, sem Neanderdalsmenn og Homo sapiens urðu til úr, fyrir um 650.000 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins