Það var The Australian National University sem gerði rannsóknina sem sýnir hvaða áhrif eldarnir hafa haft á landsmenn. Rúmlega 30 létu lífið í þeim og mörg þúsund hús urðu eldunum að bráð. Nicholas Biddle, sem vann að rannsókninni, segir að næstum allir Ástralir hafi orðið fyrir áhrifum af eldunum og verði að lifa með afleiðingum þeirra næstu árin.
Rannsóknin náði til 3.000 Ástrala. 14% sögðust hafa orðið fyrir beinum áhrifum, það er að heimili þeirra hafi eyðilagst eða skemmst í eldunum eða að fólk hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. 78% sögðust hafa orðið fyrir óbeinum áhrifum, til dæmis frá reyk eða hafi þurft að breyta ferðaáætlunum.
Áhrif eldanna á fólk kom vísindamönnunum á óvart og mun væntanlega vekja áhyggjur hjá ríkisstjórninni sem hefur verið sökuð um að hafa brugðist seint við vandanum og að gera ekki nóg í umhverfismálum og baráttunni við loftslagsbreytingarnar.