fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cole Greenfield, 24 ára karlmaður búsettur í Colorado, fannst látinn í gær, fjórum dögum eftir að hann sást síðast á lífi. Greenfield þessi átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi en hann dvaldi hér á landi í nokkrar vikur haustið 2018.

Staðarmiðlar í Colorado hafa fjallað um málið og hvarf þessa unga náttúruunnanda. „Ég elska fólk og ævintýri og stefni á að fá atvinnu sem leiðsögumaður í visthæfri ferðamennsku á Íslandi,“ sagði Cole á Instagram-síðu sinni. Þar má finna myndir af Íslandsferð hans árið 2018 og sögur af ferðalaginu. Hann ferðaðist til dæmis á puttanum frá Varmahlíð til Reykjavíkur og sagði frá fólki sem hann hitti og kynntist hér á landi.

Í frétt Aspen Times kemur fram að Cole hafi verið saknað síðan á föstudag en hann fannst látinn í gær. Óvíst er hvernig andlátið bar að en í fréttinni segir að hann hafi síðast sést á bar í bænum Avon á föstudagskvöldið.

Cole, sem starfaði sem leiðsögumaður í skíða- og snjóbrettaskóla í Beaver Creek, mætti ekki í vinnu á laugardag en átti að vera í fríi sunnudag og mánudag. Herbergisfélagar og vinnufélagar í Beaver Creek höfðu samband við lögreglu á mánudag þegar þeir höfðu ekki séð hann. Lögregla hóf strax leit og fannst lík hans miðja vegu í skóglendi milli barsins og heimavistar fyrir starfsmenn skíðaskólans í Beaver Creek þar sem hann bjó. Rannsókn á málinu stendur yfir en lögreglu grunar ekki að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Í frétt Aspen Times kemur fram að Cole hafi elskað útiveru og ætlaði hann að helga líf sitt henni. Þrátt fyrir ungan aldur hafði Cole komið víða við, meðal annars starfað í Kanada og í Alaska. „Cole var mikils metinn starfsmaður hjá Beaver Creek skíða- og snjóbrettaskólanum. Við erum sorgmædd yfir fráfalli vinar okkar og kollega og vottum fjölskyldu hans innilegrar samúðar,“ hefur Aspen Times eftir forsvarsmönnum skíðaskólans í Beaver Creek.

https://www.instagram.com/p/Bn1y3WRiQP9/

https://www.instagram.com/p/BqVxqJxlhmR/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni