fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Hinn ógnvekjandi sannleikur um það hvernig sykur spillir nætursvefninum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 22:00

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er okkur kannski eðlilegt að teygja okkur í eitthvað sætt þegar við við þurfum smá aukaorku á kvöldin, en það getur haft órólega nótt í för með sér. Hvernig látum við af þessum vana?

Sykur er slæmur, sykur er af hinu illa, sykur er djöfullinn. Þetta vitum við öll, en það kemur ekki í veg fyrir að við hrúgum sykri yfir morgunkornið á hverjum morgni og setjum sykur út í kaffið og teið.

Of mikill sykur getur leitt til aukinnar þyngdar, valdið tannskemmdum og aukið líkurnar á sykursýki. En hann hefur áhrif á fleira, hann truflar nætursvefninn, svefnleysið verður svo til þess að við sækjum í meiri sykur.

Rannsókn sem framkvæmd var árið 2016 leiddi í ljós að fólk sem neytir mikils sykurs sefur minna og sýnir merki um eirðarleysi á kvöldin. Samkvæmt Dr. Michael Breus, en hann er klínískur sálfræðingur sem sérhæfir sig í svefnvandanmálum, leiðir neysla of mikils sykurs oft til þess að fólk borðar seinna á daginn vegna þess að blóðsykurinn er óreglulegur. Þetta hefur áhrif á nætursvefninn, sem hefur í för með sér enn meiri löngun í sykur daginn eftir.

Of mikil sykurneysla getur haft slæm áhrif á heilsuna. Næringarfræðingurinn Alex Evans segir að neysla sykurs seint á kvöldin geti leitt til of mikillar örvunar. Þú færð orku og ert tilbúinn til að fara að hreyfa þig, en það er ekki það sem þú ert að reyna seint á kvöldin. Við erum hönnuð til að hægja á okkur í lok dags.

Dr. Paul Kelley, sem hefur rannsakað svefnmynstur, samþykkir að það sé tenging milli mikillar sykurneyslu og svefntruflana, en segir að það þurfi að það þurfi meiri rannsóknir áður en hægt sé að skilja orsakasambandið fyllilega. Hann segir að við getum ekki verið viss um hvort neysla sætinda verði til þess að þú sofir minna eða hvort of lítill svefn fái þig til að neyta sætinda.

Hann segir ennfremur að of lítill svefn geti verið skaðlegur heilsunni og sætindi geti haft svefntruflanir í för með sér. Hann segir að þumalputtareglan sé að maður eigi ekki að borða síðustu tvo tímana áður en maður fari að sofa. Hann mælir með því að forðast koffín og slökkva á sjónvarpinu einni klukkustund áður en farið sé að sofa.

Góðu fréttirnar eru þó þær að við getum breytt venjum okkar. „Blóðsykur er eins og rússíbani, en trefjarík fæða, eins og heilhveiti og gróft brauð, og kartöflur með hýði, geta hjálpað okkur við að stjórna honum“ segir næringarfræðingurinn Anna Hardman. Þessar fæðutagundir losa sykur yfir lengri tíma og draga úr toppum og brisið fær verðskuldaða hvíld.

Mælt er með fæðutegundum sem innihalda mikið trýptófan til þess að bæta svefninn. Þetta er meðal annars baunir, hnetur, korn og fuglakjöt. Þú gætið líka valið máltíð með svefnhvetjandi kolvetnum og próteinum. „Trýptófan hjálpar til við framleiðslu boðefnisins serótóníns, sem er oft kallað „hamingju hormónið““ segir Evans, „meðal þess sem það gerir er að undirbúa þig fyrir svefn“.

Holl fæða, hreyfing og slökun á kvöldin, leiða af sér góðan svefn. Sofðu vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri