fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Breivik fékk fyrstu heimsóknina í sjö ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 19:30

Útey þar sem Breivik myrti tugi saklausra ungmenna. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 fyrir hryðjverk í Osló og fjöldamorð í Útey hefur hann nánast ekki fengið neinn í heimsókn. Breyting varð á skömmu fyrir jól þegar meðfangi hans heimsótti hann.

VG skýrir frá þessu. Segir miðillinn að Breivik, sem hefur raunar breytt nafni sínu í Fjotolf Hansen, hafi fengið heimsókn í hámarksöryggisklefa sinn í Skien fangelsinu skömmu fyrir jól. Lögmaður hans hefur eftir Breivik að þetta hafi verið góð upplifun.

Í upphafi afplánunarinnar heimsótti móðir hans hann öðru hvoru en þær heimsóknir fóru alltaf fram í heimsóknarherbergi þar sem þau voru aðskilin af glervegg. Eftir að hún lést 2013 hafa einu samskipti hans við annað fólk verið við starfsfólk fangelsisins þar sem hann er vistaður á hámarksöryggisdeild.

Breivik höfðaði mál á hendur norska ríkinu 2015 og sagði yfirvöld beita hann ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð í fangelsinu. Undirréttur tók að hluta undir málflutning hans en áfrýjunardómstóll var á öðru máli og sýknaði ríkið. Hæstiréttur og Mannréttindadómstóll Evrópu hafa hafnað því að taka málið til meðferðar.

Í dómi áfrýjunardómstólsins var þó opnað fyrir að Breivik gæti fengið heimsóknir frá öðrum föngum.

Lögmaður hans segir að heimsóknin í desember hafi verið stórt skref í rétta átt. Breivik vilji gjarnan eiga í samskiptum við fólk innan og utan fangelsisins.

„Óháð því hvað maður hefur gert hefur maður þörf fyrir að hitta annað fólk.“

Sagði lögmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst