fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

17 ára piltur uppgötvaði nýja plánetu þegar hann var í starfsþjálfun hjá NASA

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 07:45

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mun væntanlega aldrei líða Wolf Cukier, 17 ára, úr minni að hann fékk að fara í starfsþjálfun hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA. Eftir aðeins þrjá daga uppgötvaði hann áður óþekkta plánetu sem er tæplega sjö sinnum stærri en jörðin.

CNN skýrir frá þessu.

Cukier, sem er frá New York, var að skoða gögn frá TESS-stjörnusjónaukanum þegar hann sá merki frá sólkerfi sem nefnist TOI 1338. Í fyrstu taldi hann að um sólmyrkva væri að ræða en sá síðan að hér var um plánetu að ræða.

Hún hefur fengið heitið TOI 1338 b og er um 1.300 ljósár frá jörðinni. Í sólkerfi hennar eru tvær stjörnur (sólir) og er plánetan á braut um þær báðar og er eina plánetan í sólkerfinu sem það gerir. Minnir svolítið á heimaplánetu Loga geimgengils, Tatooine, í Stjörnustríði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti