fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Saltvatn í krönum í Bangkok af völdum þurrka

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 19:30

Hvaðan kom vatnið?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar í Taílandi valda því nú að yfirvöld í höfuðborginni Bangkok þurfa að deila vatni út til borgarbúa og er það nú flutt í tankbílum til íbúanna. Fólk er beðið um að spara vatn og sérstaklega er það beðið um að fækka baðferðum. Þurrkarnir valda því að saltvatn úr Taílandsflóa streymir nú inn í landið eftir ánni Chao Praya sem er ein mikilvægasta uppspretta drykkjarvatns landsmanna. Það er því saltvatn sem kemur úr krönum borgarbúa.

Það eykur enn á vandræðin að þurrkatímabilið, sem hófst í nóvember og ætti að vara fram í apríl í venjulegu árferði, mun að þessu sinni hugsanlega vara til og með júní. Yfirvöld hafa nú lýst yfir að þurrkar herji á 14 af 76 héruðum landsins.

Allt getur þetta haft mjög slæm áhrif á landbúnað, til dæmis hrísgrjónaræktun en hún er mjög vatnskrefjandi.

Margar af stærstu borgum Asíu standa á láglendi við strendur og eru því sérstaklega viðkvæmar fyrir hækkandi sjávarborði og öfgafullum veðurfyrirbrigðum á borð við hitabeltisstorma og fellibylji. Má þar nefna Mumbai, Shanghai, Ho Chi Minh City og Jakarta. Í þessum borgum gætu einnig skapast vandræði af völdum saltvatns í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni