fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

41 drepinn í 320 skotárásum í Svíþjóð á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. janúar 2020 07:02

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir mikla vinnu lögreglunnar og aukna löggæslu í Svíþjóð eru glæpagengi og gróft ofbeldi nær daglegt brauð í landinu. Ofbeldið hefur nú breiðst út til minni bæja og norðurhluta landsins en samt sem áður telja yfirvöld að þróunin sé á réttri leið.

En tölfræði fyrir síðasta ár yfir afbrot er ekki skemmtilesning fyrir Svía. Margir hafa eflaust á tilfinningunni að skotárásir séu nær daglegt brauð hjá þessari frændþjóð okkar og það er ekki svo fjarri raunveruleikanum ef tölfræðin er skoðuð.

320 skotárásir voru skráðar í landinu á síðasta ári og 41 var skotinn til bana. Sá síðasti á gamlársdag í Rinkeby norðvestan við Stokkhólm. Þetta er svipaður fjöldi og var skotin til bana árin á undan. Flestir voru skotnir í Stokkhólmi eða 16 og 10 í suðurhluta landsins.

Í Malmö batnaði ástandið frá 2018 en á síðasta ári voru sjö skotnir til bana í borginni í 37 árásum. 2018 voru árásirnar 47 og fórnarlömbin tólf. Síðasta ár er athyglisvert fyrir þær sakir að ekki hafa verið svo fáar skotárásir á einu ári í Malmö undanfarin sex ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta