fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Sektaður um 2,8 milljónir fyrir að kasta myntum inn í flugvélahreyfil

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 19:30

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskur maður, sem var að fara í fyrstu flugferð sína, ákvað að kasta myntum inn í hreyfil flugvélarinnar, svona nokkurskonar „gangi þér vel“ myntum. En þetta reyndist þessum 28 ára manni dýrt því hann þarf að greiða flugfélaginu Lucky Air sem svarar til 2,8 milljóna íslenskra króna í bætur.

Flugfélagið neyddist til að hætta við flug með vélinni þar til flugvirkjar höfðu skoðað hreyfla hennar eftir að myntir fundust nærri öðrum hreyflinum. Maðurinn, Lu Chao, játaði að hafa kastað nokkrum myntum í hreyfilinn þegar hann var að ganga um borð í vélina á Anqing Tianzhushan flugvellinum í febrúar á síðasta ári.

BBC skýrir frá þessu.

Auk sektarinnar var Chao í gæsluvarðhaldi í 10 daga á meðan lögreglan rannsakaði málið. Fyrir dómi greip hann til varna og sagði að flugfélagið hefði átt að vara farþega við að ekki mætti kasta mynt í hreyfilinn.

Mál hans er ekki einsdæmi í Kína því mörg álíka mál hafa komið upp þar á síðustu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát