fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Fugl varð eldri manni að bana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. september 2019 19:30

Australian magpie. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

76 ára ástralskur karlmaður lést eftir að fugl réðst á hann.  Maðurinn var að hjóla í bænum Woonona, sem er sunnan við Sydney í New South Wales. Árásin átti sér stað á sunnudagsmorguninn og lést maðurinn á mánudaginn.

ABC News skýrir frá þessu. Það var fugl af tegund sem kallast Australian magpie sem réðst á manninn. Þetta er tegund stórra spörfugla. Maðurinn reyndi að sleppa frá fuglinum og hjólaði þá út af veginum og lenti á girðingu og kastaðist af hjólinu. Hann var strax fluttur á sjúkrahús en hann hafði hlotið alvarlega höfuðáverka.

Fuglar af þessari tegund eru ansi árásargjarnir á mökunar- og hreiðurgerðartímanum og eiga það oft til að ráðast á fólk. Þeir eru þá að verja yfirráðasvæði sitt, egg eða unga.

Maðurinn var að hjóla nærri almenningsgarði þar sem fólk hefur margoft kvartað yfir sérstaklega árásargjörnum fugli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins