fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Sláandi niðurstöður aldursgreininga á börnum sem leita hælis í Danmörku og Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. september 2019 18:30

Flóttamenn í Svíþjóð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill ávinningur fólginn í því fyrir hælisleitendur að segjast vera yngri en 18 ára því það tryggir þeim öðruvísi og betri málsmeðferð en fullorðnir hælisleitendur fá og meiri réttindi í heildina. En það er með þetta eins og margt annað að brögð hafa verið að því að þetta sé misnotað. Af þeim sökum láta yfirvöld víða aldursgreina suma þeirra sem sækja um hæli og segjast vera yngri en 18 ára. Það er einmitt gert í Danmörku og er óhætt að segja að niðurstaða greininga frá 2017 sé sláandi.

Í umfjöllun Jótlandspóstsins um málið kemur fram að frá 2017 hafi niðurstöður 70 til 80% aldursgreininga verið að um fullorðna var að ræða en ekki börn. Af þeim sökum hefur umsóknum rúmlega 400 hælisleitenda verið breytt og aldur þeirra hækkaður í 18 ár hið minnsta.

Á þessu ári, til og með júlí, var gerð aldursgreining á 36 hælisleitendum, sem sögðust vera yngri en 18 ára, og reyndust 75% þeirra vera fullorðnir. Á síðasta ári var slík greining gerð á 117 hælisleitendum og reyndust 86% þeirra vera 18 ára hið minnsta. 2017 voru aldursgreiningarnar 412 og reyndust 70% hinna aldursgreindu vera fullorðnir. Samtals eru þetta 565 aldursgreiningar en á þessum tíma sóttu 816 um hæli og sögðust vera yngri en 18 ára.

Réttarmeinafræðingar leggja mat á aldur hælisleitendanna út frá röntgenmyndum af tönnum þeirra og beinum í höndum auk almennrar líkamsrannsóknar.

Í Svíþjóð var framkvæmd aldursgreining á 9.617 hælisleitendum 2017 og reyndust minnst 8.007 þeirra vera minnst 18 ára. Á síðasta ári voru aldursgreiningarnar aðeins 1.252 vegna minni flóttamannastraums og reyndust 896 hælisleitendanna vera minnst 18 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum