fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Ótrúlegur halli á rekstri bandaríska ríkisins og fer enn vaxandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. september 2019 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegur halli er á rekstri bandaríska alríkisins og fer hann sífellt vaxandi og ekkert bendir til að breyting verði þar á. Samkvæmt nýjum tölum frá fjármálaráðuneyti landsins, Treasury Department, var hallinn á fyrstu 11 mánuðum fjárlagaársins 1.000 milljarðar dollara. Það er tæplega 20 prósent meiri halli en á sama tíma fyrir ári.

Þetta þýðir auðvitað að skuldabyrði alríkisins er orðin gríðarleg og kostar 1 milljarð dollara í vexti á degi hverjum!

Vaxandi hallarekstur er aðallega tilkominn vegna skattalækkana sem Donald Trump og stjórn hans hafa fengið í gegn og vegna fjárútláta sem þingið hefur samþykkt. Á sama tíma hafa útgjöld til heilbrigðismála aukist vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar en sífellt stærra hlutfall landsmanna flokkast sem eldri borgarar.

Í stuttu máli sagt þá hefur innkoman í ríkiskassann dregist saman og útgjöldin aukist.

Nýjustu spár frá útgjaldaskrifstofu þingsins, CBO, benda til að skuldir ríkisins muni að meðaltali aukast um 1.200 milljarða dollara á ári hverju næsta áratuginn.

Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að Trump hefur lofað að losa landið við þessar svimandi háu skuldir.

Á aðeins einum áratug hafa heildarskuldir landsins tvöfaldast og eru nú rúmlega 22.000 milljarðar dollar en það er meira en verg þjóðarframleiðsla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin

Fjölmiðlamaðurinn átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ræddi um tómu herbergin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki

Heilbrigðsráðherrann sakaður um hræsni – Fór hjá sér þegar hann var spurður um nikótínpúða og ljósabekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum