fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Ótrúlegur halli á rekstri bandaríska ríkisins og fer enn vaxandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. september 2019 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegur halli er á rekstri bandaríska alríkisins og fer hann sífellt vaxandi og ekkert bendir til að breyting verði þar á. Samkvæmt nýjum tölum frá fjármálaráðuneyti landsins, Treasury Department, var hallinn á fyrstu 11 mánuðum fjárlagaársins 1.000 milljarðar dollara. Það er tæplega 20 prósent meiri halli en á sama tíma fyrir ári.

Þetta þýðir auðvitað að skuldabyrði alríkisins er orðin gríðarleg og kostar 1 milljarð dollara í vexti á degi hverjum!

Vaxandi hallarekstur er aðallega tilkominn vegna skattalækkana sem Donald Trump og stjórn hans hafa fengið í gegn og vegna fjárútláta sem þingið hefur samþykkt. Á sama tíma hafa útgjöld til heilbrigðismála aukist vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar en sífellt stærra hlutfall landsmanna flokkast sem eldri borgarar.

Í stuttu máli sagt þá hefur innkoman í ríkiskassann dregist saman og útgjöldin aukist.

Nýjustu spár frá útgjaldaskrifstofu þingsins, CBO, benda til að skuldir ríkisins muni að meðaltali aukast um 1.200 milljarða dollara á ári hverju næsta áratuginn.

Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að Trump hefur lofað að losa landið við þessar svimandi háu skuldir.

Á aðeins einum áratug hafa heildarskuldir landsins tvöfaldast og eru nú rúmlega 22.000 milljarðar dollar en það er meira en verg þjóðarframleiðsla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku