fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Búlgarska lögreglan leysti upp glæpahóp sem seldi nýru

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. september 2019 17:00

Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í allt að tíu prósent þeirra nýrna- og lifraígræðslna sem eru gerðar í heiminum eru notuð líffæri sem eru fengin með ólöglegum hætti. Búlgarska lögreglan náði nýlega að veita afbrotamönnum, sem stunda kaup og sölu á líffærum, þungt högg þegar hún kom upp um skipulagða glæpastarfsemi sem snerist um kaup og sölu á nýrum.

Saksóknarar þar í landi skýrðu frá þessu á föstudaginn. Talið er að glæpahringurinn hafi greitt fátæku fólki fyrir nýru þess sem voru síðan seld áfram á miklu hærra verði og notuð við ígræðslur. Þrír karlar og ein kona hafa verið ákærð fyrir að fá fátækt fólk til að selja nýru sín að sögn Dimitar Petrov saksóknara. Líffæraflutningarnir fóru síðan fram á sjúkrahúsi í Tyrklandi. Til að blekkja þarlend yfirvöld var fölsuðum skjölum framvísað en þau sýndu að líffæragjafinn og líffæraþeginn væru skyldir.

Saksóknarar segja að minnst fimm mannst hafi fengið nýru með þessum hætti síðan í febrúar á þessu ári. Að auki voru tveir sjúklingar og þrír hugsanlegir nýrnagjafar sem biðu eftir að komast í líffæragjöf.

Líffæragjafarnir fengu á bilinu 5.000 til 7.000 evrur fyrir nýru sín en líffæraþegarnir greiddu 50.000 til 100.000 evrur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída