fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Áhugaverð tilraun: Starfsmenn fá frí alla föstudaga

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 16. september 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Odsherred, sveitarfélagi í Sjálandshéraði í Danmörku, hafa ákveðið að gefa starfsmönnum sínum, alls 300 manns, frí alla föstudaga. Þetta er liður í áhugaverðri tilraun um styttingu vinnuvikunnar og mun tilraunin standa yfir næstu þrjú ár.

Þetta kemur fram í frétt BT í Danmörku.

Í stað 40 stunda hefðbundinnar vinnuviku verður vinnuvikan 35 stundir – einstaka dagar verða því örlítið lengri en áður. Þeir sem taka þátt í tilrauninni halda eftir sem áður fullum launum. Þá munu starfsmenn fá tvær klukkustundir í viku sem þeir geta nýtt að vild. Einu skilyrðin eru að tímanum verði varið í eitthvað sem tengist starfinu, til dæmis með endurmenntun eða námskeiðum.

Yfirvöld í Odsherred segja að með breytingunni muni þjónusta sveitarfélagsins ekki skerðast að neinu leyti. Mikið hefur verið rætt um styttingu vinnuvikunnar og hafa tilraunir verið gerðar víða með góðum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri