fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Pressan

Háttsettir liðsmenn bandarísku Navy SEALs reknir úr starfi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. september 2019 17:00

Liðsmenn Navy SEALs á æfingu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír háttsettir liðsmenn úrvalssveita bandaríska sjóhersins, Navy SEALs, hafa verið reknir úr starfi eftir að ásakanir voru settar fram á hendur sveit þeirra um kynferðisbrot og ölvun. Atvikin eru sögð vera „alvarleg agabrot“ og áttu sér að sögn stað þegar Navy SEALs Team 7 var við störf í Írak.

CNN segir að kona hafi sakað einn liðsmann sveitarinnar um að hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar sveitin fagnaði þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þann 4. júlí. Auk þess hafa komið fram ásakanir um að liðsmenn sveitarinnar hafi neytt áfengis þegar þeir voru við störf á átakasvæðum.

Talskona Naval Special Warfare Command, Tamara Lawrence, staðfesti við CNN að þrír hefðu verið leystir frá störfum vegna málsins. Þremenningarnir eru sjálfir ekki grunaðir um að hafa átt hlut að máli í fyrrgreindum atvikum en þeir eru gerðir ábyrgir fyrir hegðun undirmanna sinna. Þeir hafa verið fluttir til innan sjóhersins og fá nýjar stöður innan hans.

CNN hefur eftir talsmönnum sjóhersins að þeir minnist þess ekki að svipuð mál hafi komið upp innan Navy SEALs.

Umrædd sveit var send heim frá Írak í júlí þar sem mikið þótti skorta á aga innan hennar. Af þeim sökum höfðu yfirmenn vantrú á að sveitin væri fær um að leysa þau verkefni sem henni voru falin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“