fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Örvhentragenið er fundið – Breytir vitneskju okkar um heilann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið fyrstu vísbendinguna um að ákveðin gen ráði því hvort fólk er örvhent eður ei. Svo virðist sem ákveðin gen hafi fengið „leiðbeiningar“ um að fólk skuli nota vinstri höndina frekar en þá hægri. Þessar leiðbeiningar virðast einnig tengjast uppbyggingu og virkni heilans, sérstaklega þeim hlutum hans sem tengjast tungumálinu.

Það voru vísindamenn við Oxfordháskóla sem komust að þessu. Þeir segja ekki útilokað að örvhent fólk sé betra í að tala, hafi meiri hæfileika, en þeir sem teljast rétthentir. En þrátt fyrir að þetta sé komið fram þá er enn margt á huldu um tengslin á milli þroska heilans og hinnar ráðandi handar.

Um tíu prósent fólks er örvhent. Rannsóknir á tvíburum hafa sýnt að erfðir ráða að einhverju leyti hvort fólk er örvhent eður ei. En ekki hefur áður tekist að kafa eins djúpt ofan í þetta og nú.

Rannsóknin byggir á erfðamengi um 400.000 manns og var erfðamengi þeirra allra kortlagt til fulls. Rúmlega 38.000 þeirra voru örvhentir. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Brain.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri