fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Örvhentragenið er fundið – Breytir vitneskju okkar um heilann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. september 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið fyrstu vísbendinguna um að ákveðin gen ráði því hvort fólk er örvhent eður ei. Svo virðist sem ákveðin gen hafi fengið „leiðbeiningar“ um að fólk skuli nota vinstri höndina frekar en þá hægri. Þessar leiðbeiningar virðast einnig tengjast uppbyggingu og virkni heilans, sérstaklega þeim hlutum hans sem tengjast tungumálinu.

Það voru vísindamenn við Oxfordháskóla sem komust að þessu. Þeir segja ekki útilokað að örvhent fólk sé betra í að tala, hafi meiri hæfileika, en þeir sem teljast rétthentir. En þrátt fyrir að þetta sé komið fram þá er enn margt á huldu um tengslin á milli þroska heilans og hinnar ráðandi handar.

Um tíu prósent fólks er örvhent. Rannsóknir á tvíburum hafa sýnt að erfðir ráða að einhverju leyti hvort fólk er örvhent eður ei. En ekki hefur áður tekist að kafa eins djúpt ofan í þetta og nú.

Rannsóknin byggir á erfðamengi um 400.000 manns og var erfðamengi þeirra allra kortlagt til fulls. Rúmlega 38.000 þeirra voru örvhentir. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Brain.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi