fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

El Chapo er kominn í „Alcatraz Klettafjalla“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 21:38

El Chapo þegar hann var framseldur til Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman var nýlega dæmdur í ævilangt fangelsi og til 30 ára að auki af dómstól í New York í Bandaríkjunum. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða 12,6 milljarða dala í bætur vegna kókaínsmygls hans til Bandaríkjanna. Á föstudaginn var hann fluttur í Florence fangelsið í Colorado en það er hámarksöryggisfangelsi og stundum nefnt Alcatraz Klettafjalla.

Hann hafði verið vistaður á leynilegum stað í New York þar til hann var fluttur til Colorado. Denver Post skýrir frá þessu og hefur þetta eftir lögmanni hans, Jeffrey Lichtman. El Chapo, sem er 62 ára, á enga lúxusdvöl í vændum í fangelsinu sem er sagt það öruggasta í Bandaríkjunum.

Hann þarf að dveljast í einangrun í fangelsinu í litlum klefa. Lítill gluggi er á klefanum og er það eina útsýnið til umheimsins. Flestir fangarnir í fangelsinu fá sjónvarp í klefa sinn en þar eru þeir í 23 klukkustundir á dag allt árið. Þeir fá að fara út í eina klukkustund á dag ef það er ekki rigning. Þeir hafa nánast engin samskipti við annað fólk og borða alltaf í klefum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali