fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Hvíthákarlar farnir að sjást við strendur Bretlands

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 22:00

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvíthákarlar hafa verið sjaldséðir gestir í evrópskum sjó fram til þessa en þó hefur það gerst að slík dýr hafa slæðst hingað í álfuna. En að undanförnu hafa margir hvíthákarlar (Great White Shark) sést við strendur Devon á Englandi.

Devon Live skýrir frá þessu. Haft er eftir mörgum sjómönnum að þeir hafi séð hvíthákarla. Hvíthákarlar eru hættulegir, eins og flestir hákarlar, en þeir geta orðið ógnarstórir. Kannski má segja að fólk hafi hræðst þá mikið frá því að fyrsta Ókindar (Jaws) kvikmyndin var sýnd fyrir margt löngu.

Ashley Lane, sem stendur fyrir veiðiferðum við Devon, segir að hann telji það ekki bara slæm tíðindi að hættuleg dýr á borð við hvíthákarla séu í sjónum við Devon. Fólk elski að sjá svona dýr og þetta geti komið sér vel fyrir þann rekstur sem hann er með.

„En það má auðvitað ekki raska jafnvæginu í vistkerfinu. Þetta eru ekki gæludýr og það á ekki að líta á þau sem slík.“

Ken Collins, hjá Southampton háskóla, segir að ekki sé útilokað að hvíthákörlum muni fjölga. Öruggt megi teljast að hákörlum muni fjölga við strendur Bretlands á næstu þremur áratugum.  Þar verði ekki endilega bara um hvíthákarla að ræða heldur ýmsar aðrar tegundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull