fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Kalt loft frá Íslandi orsakar hitabylgju á meginlandi Evrópu – Allt að 40 stiga hiti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. júní 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kann að hljóma undarlega að kalt loft frá Íslandi geti orsakað hitabylgju á meginlandi Evrópu og það alvarlegri hitabylgju. En það er samt sem áður staðreynd segja veðurfræðingar hjá dönsku veðurstofunni, DMI.

Kalt loft frá Íslandi mun streyma til suðurs í vikunni og ná allt niður að Portúgal. Þetta veldur því að mjög heitt loft streymir til norðurs frá Afríku og veldur miklum hita í stórum hluta Evrópu. Politiken skýrir frá þessu. Fram kemur að þeir loftstraumar sem nú ráða ríkjum í Evrópu muni breytast þannig að loft streymi úr suðri og suðvestri upp yfir vestanverða álfuna. Það er loft allt frá norðanverðri Afríku.

Þessi hlýju loftstraumar frá Afríku munu valda miklum hitum í stórum hluta Evrópu og er meðal annars spáð allt að 40 stiga hita í Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni. Af þessum sökum hefur franska heilbrigðisráðuneytið beðið sjúkrahús og elliheimili um að virkja viðbragðsáætlanir sínar.

Í Þýskalandi gæti hitamet, sem var sett 2015, fallið en þá mældist hitinn í Bæjaralandi 40,3 stig. The Independent segir að þýsk yfirvöld hafi gefið út leiðbeiningar til almennings vegna yfirvofandi hitabylgju. Er fólk hvatt til að drekka ekki áfengi og fylgjast sérstaklega vel með börnum og eldra fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?