fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Segja að jörðin sé flöt – Gerðu stór mistök í heimildamynd um hina flötu jörð

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. mars 2019 10:00

Er hún flöt?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreyfing þeirra sem aðhyllast þá skoðun að jörðin sé flöt hefur verið í töluverðum meðbyr undanfarið og félögum hefur fjölgað jafnt og þétt. Netflix tók nýlega til sýninga heimildamyndina „Behind The Curve“ sem fjallar um fólk sem telur jörðina vera flata. Það er rétt að benda lesendum á að hér á eftir kemur lýsing á hluta þess sem gerist í myndinni og þeir sem hafa í hyggju að horfa á hana ættu því kannski ekki að lesa meira að sinni.

Í myndinn er rætt við og fylgst með fólki sem trúir af lífi og sál að jörðin sé flöt og að allt tal um að hún sé hnöttótt sé bara samsæri stjórnvalda víða um heim. Fylgst er með samkomum flatjarðarsinna þar sem fólk meðtekur boðskapinn. Í lok myndinnar er vægast sagt vandræðalegt atriði þegar áhangendur þessarar skoðunar sanna óvart að jörðin er hnöttótt.

Í lok myndarinnar gerir Jeran Campanella, sem stýrir YouTuberás flatjarðarsinna, tilraun með ljósi. Hann útskýrir að með tilrauninni eigi að sanna að jörðin sé flöt. Í henni felst ljós er látið skína í gegnum göt á frauðplasti. Tvö frauðplöst voru notuð og sett upp í sömu hæð og ljósgjafinn með ákveðnu millibili. Hann segir að ljósið eigi að sjást í myndavél sem er aftan við síðara gatið og þannig sjáist að jörðin sé flöt. Ef það þurfi hins vegar að hækka ljósið til að það sjáist í gegnum götin þá bendi það til þess að jörðin sé ávöl og sanni að hún sé ekki flöt.

Svona var tilraunin uppsett. Mynd:Delta-V Productions

Og viti menn, þegar tilraunin var gerð þurfti að hækka ljósið til að það skini í gegnum götin. Það sannar þá einmitt að jörðin er ekki flöt.

„Áhugavert. Þetta er athyglisvert.“

Segir hann þegar þetta er ljóst en það eru jafnframt lokaorðin í myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“