fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

16 ára sænsk stúlka tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. mars 2019 18:00

Greta Thunberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greta Thunberg, 16 ára sænsk stúlka, hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum fyrir baráttu sinni í loftslagsmálum. Hún hefur nú verið tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels en það eru þrír norskir þingmenn sem tilnefndu hana.

Þeir segja að þeir hafi tilnefnt Greta því ef ekkert verður að gert í loftslagsmálum muni stríð, deilur og flóttamenn verða afleiðing þeirra. Freddy André Øvstergård, úr Sósíalíska vinstriflokknum, segir að Greta hafi stofnað fjöldahreyfingu sem hann líti á sem stórt framlag til friðar. Hann tilnefndi Grete ásamt tveimur flokksbræðrum sínum.

Fáir þekktu Greta Thunberg fyrir hálfu ári síðan en þá settist hún fyrir utan sænska þinghúsið með skilti sem á stóð: „Skólaverkfall fyrir loftslagsmálin“. Síðan þá hefur hún skrópað í skóla alla föstudaga til að mótmæla og krefjast aðgerða stjórnmálamanna. Hún er orðinn vel þekkt um allan heim og hefur komið fram og flutt ræður á loftslagsráðstefnu SÞ og á fundi World Economic Forum í Davos.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni