fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Fundu sænsk krúnudjásn í ruslatunni – Verðmæti þeirra er um 800 milljónir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 05:58

Krúnudjásnin. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærmorgun varð að gera stutt hlé á réttarhöldum yfir 22 ára manni sem er ákærður fyrir að hafa stolið verðmætum krúnudjásnum úr sænskri dómkirkju. Krúnudjásnin eru mjög verðmæt en þau eru metin á sem svarar til um 800 milljóna íslenskra króna auk þess að vera algjörlega ómetanleg sögulega séð.

Um er að ræða konungskórónu og ríkisepli sem tilheyrði Karli IX Svíakonungi auk minni kórónu sem eiginkona hans, Kristina drottning, átti.

Hinn ákærði neitar sök í málinu. Aftonbladet segir að krúnudjásnin hafi fundist í ruslatunnu en ekki kemur fram hvort lögreglunni hafiði borist vísbending um staðsetningu þeirra. Stutt hlé var gert á réttarhöldunum í gær þegar saksóknari tilkynnti þetta. Þau höfðu ekki sést síðan 31. júlí á síðasta ári þegar þeim var stolið úr Strängnäs dómkirkjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því