fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

„Uppvakningasjúkdómur“ herjar á hjartardýr í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 05:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn svokallaði „uppvakninga-hjartardýrasjúkdómur“ herjar nú á hjartardýr í 24 ríkjum Bandaríkjanna. Sjúkdómurinn nefnist „Cronic Wasting Disease (CWD) og leggst hann aðallega á hjartardýr og elgi. Sjúkdómurinn leggst á taugakerfi dýranna sem veldur því að þau léttast og hætta að geta samhæft hreyfingar sínar. Hann getur einnig gert dýrin árásargjörn. Sjúkdómurinn er banvænn.

Þetta kemur fram í viðvörun frá bandarísku smitsjúkdómastofnuninni Center for Disease Control and Prevention.

CWD leggst yfirleitt á heila og mænu dýra og dregur þau til dauða. Sjúkdómurinn hefur verið nefndur „uppvakningasjúkdómurinn“ þar sem smituð dýr minna stundum einna helst á uppvakninga eins og þeir sjást gjarnan í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þau eru þá með starandi tómt augnaráð, léttast hratt og verða veikburða.

Hér sést í hvaða ríkjum Bandaríkjanna sjúkdómsins hefur orðið vart. Mynd: Center for Disease Control and Prevention

Sjúkdómnum hefur verið líkt við kúariðufaraldurinn sem braust út á Bretlandseyjum á tíunda áratugnum. Enn hefur þó ekki verið sýnt fram á að CWD geti smitað fólk sem borðar kjöt dýra sem er smituð.

CWD uppgötvaðist í fyrsta sinn í lok sjöunda áratugarins í dýri sem var haldið föngnu. Sjúkdómurinn fannst í fyrsta sinn í villtu dýri 1981. Hans hefur aðallega orðið vart í Bandaríkjunum og Kanada en þó eru skráð tilfelli hans í Noregi og Suður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu