fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Enn er eftirlit með almenningi hert í Kína – Nú þurfa farsímanotendur að láta skanna andlit sín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. desember 2019 18:30

Er þetta yfirvarp til að auka eftirlit með okkur? Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alræðisstjórnin í Kína passar vel upp á landsmenn og hefur stíft eftirlit með þeim. Nú er enn verið að herða eftirlitið því frá og með 1. desember þurfa nýir farsímanotendur að láta skanna andlit sín þegar þeir kaupa sér símaáskrift. Þetta er gert að kröfu yfirvalda á sviði upplýsingatækni.

Tilkynnt var um þessar hertu kröfur í september. Þá kom fram að símafyrirtæki eigi að nota „gervigreind og aðra tækni“ til að staðfesta persónuupplýsingar fólks þegar það fær nýtt símanúmer. Einnig kom þá fram að næsta skref verið að auka eftirlitið enn frekar til að tryggja að fólk skrái rétt nöfn þegar það kaupir sér símanúmer.

Áður höfðu yfirvöld sett reglur um að tengja þurfi persónuskilríki við símanúmer. Fyrrnefnd tækni með að skanna andlit er nú þegar notuð víða um landið, allt frá því að vera notuð í stórmörkuðum til beins eftirlits stjórnvalda með borgurunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra