fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Dauðvona maður átti sér hinstu ósk – Þá kom Jonathan færandi hendi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. desember 2019 06:00

Jonathan mættur á staðinn með myndina. Mynd:Rowans Hospice

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki lýst þessu öðruvísi en þetta hafi verið eins og að vinna eina milljón punda.“ Þetta sagði heitur aðdáandi Star Wars myndanna í síðustu viku. Hann er dauðvona og dvelur á Rowans líknardeildinni í Purbrook í Hampshire á Englandi. Hann átti sér þá hinstu ósk að fá að sjá nýjustu myndina úr þessum mikla kvikmyndabálki og sú ósk rættist.

Allt fór þetta af stað þegar starfsfólk líknardeildarinnar birti færslu á Twitter þar sem sagði:

„Getur þú hjálpað? Við erum með sjúkling sem er MIKILL #Star Wars aðdáandi. Því miður er tíminn ekki með honum fram til 20. desember. Hann á sér þá ósk að sjá nýjustu Star Wars myndina #RiseOfSkywalker með ungum syni sínum. Ef þú þekkir EINHVERN sem gæti látið þessa ósk rætast deildu þessu vinsamlegast með þeim. Takk.“

Færslunni var mikið deilt af öðrum aðdáendum Star Wars og að lokum náði þetta til Robert Iger, forstjóra Walt Disney Company sem framleiðir myndina.

„Vinsamlegast sendið mér nauðsynlegar upplýsingar og við skulum svo sannarlega reyna.“

Skrifaði hann á Twitter og síðan staðfesti hann að maðurinn myndi fá ósk sína uppfyllta.

Sjúklingurinn, sonur hans og persónur úr Star Wars. Mynd:Rowans Hospice

Á miðvikudag í síðustu viku mætti starfsmaður Walt Disney, Jonathan, á líknardeildina með fartölvu sem innihélt Star Wars: The Rise Of Skywalker.

Áður en maðurinn fékk að horfa á myndina varð hann að skrifa undir loforð um að hann myndi ekki segja neinum frá innihaldi hennar og eftir því sem segir í fréttatilkynningu frá líknardeildinni skrifaði hann glaður undir yfirlýsinguna.

„Ég vil bara þakka öllum hjartanlega sem hjálpuðu til við að láta þetta rætast.“

Er haft eftir manninum í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“