fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Konur útskýra af hverju þær vilja frekar nota titrara en stunda kynlíf með körlum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Titrarar eru vinsæl hjálpartæki ástarlífsins. Bæði pör og einhleypar konur nota þá en af hverju kjósa sumar konur frekar að nota titrara til að fullnægja kynlífsþörf sinni en að stunda kynlíf með körlum? Þessari spurningu var nýlega velt upp í Metro og svara leitað hjá nokkrum konum.

Ég get gert það aftur og aftur. „Ég stýri hraðanum á fullnægingum mínum og ég get gert það aftur og aftur án þess að þurfa að bíða eftir að „maðurinn“ endurhlaði.“

Stundum er ég óþolinmóð. „Ég kýs ekki alltaf að nota titrara en stundum er ég óþolinmóð og vil fá fullnægingu hratt. Kynlíf er frábært en það er svo mikið sem felst í því að vera með kynlífsfélaga og stundum er ég ekki upplögð fyrir forleik.“

Ég get hætt þegar ég vil án þess að fá samviskubit. „Ég get hætt þegar ég vil án þess að fá samviskubit ef ég fæ ekki fullnægingu. Það er svolítið erfitt að gera það í miðju kynlífi ef hinn aðilinn sýnir því ekki skilning. Auk þess fæ ég fullnægingu með titrara, ólíkt því sem hefur gerst með flestum rekkjunautum mínum.“

Þú þarft ekki að elda máltíð. „Ég vel titrara því þá þarf ég ekki að elda góða máltíð eða klæða mig upp á fyrir og koma mér í rétta stemmningu. Þetta er mjög tímasparandi.“

Ég fæ það ekki með körlum. „Ég fæ fullnægingu með titrara en ekki körlum. Titrarinn virkar alltaf vel en ég fæ ekki örugglega fullnægingu ef ég er með karlmanni. Titrarinn virkar á mismunandi stillingum í langan tíma. Ef karl er að sleikja mig dettur hraðinn stundum niður, ég get ekki áfellst hann því hann verkjar örugglega í kjálkann.“

Þeir tala ekki. „Þeir tala ekki, þeir halda út lengur en í fjórar sekúndur og það er hægt að losa sig við þá um leið og þetta er afstaðið.“

Ég þarf ekki að óttast um öryggi mitt. „Titrarar tryggja að ég fæ fullnægingu og ég þarf ekki að óttast um öryggi mitt. Tinderstrákar eru klikkaðir. Ef þú vilt að eitthvað sé gert rétt verður þú að gera það sjálf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn