fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

Skyndibitakeðja í mótvindi eftir að hafa rofið tengslin við íhaldssöm kristin samtök

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 18:00

Einn veitingastaða Chick-fil-A.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska skyndibitakeðjan Chick-fil-A sætir nú mikilli gagnrýni frá mörgum íhaldsmönnum eftir að keðjan rauf tengsl sín við íhaldssöm kristin samtök sem eru á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt keðjuna vegna þessarar ákvörðunar eru þeir Ted Cruz og Mike Huckabee sem eru áberandi og áhrifamiklir innan repúblikanaflokksins.

Það hefur einnig verið þyrnir í augum íhaldsmanna að fyrir tveimur árum gaf keðjan háa fjárhæð til mannréttindasamtaka sem styðja frjálsar fóstureyðingar og hinsegin fólk.

Chick-fil-A hefur lengi verið vinsæl meðal hægrisinnaðra Bandaríkjamanna vegna fjárhagslegs stuðnings keðjunnar við Hjálpræðisherinn og The Fellowship and Christian Athletes.

„Ef þetta er rétt hefur Chick-fil-A villst af leið. Milljónir kristinna hafa verið stoltir af hugrökkum stuðningi Chick-fil-A við trúfrelsi. Að fjármagna þá sem hata viðskiptavini þína er sorglegt.“

Skrifaði Ted Cruz á Twitter.

Mike Huckabee segir að keðjan hafi „svikið trausta viðskiptavini sína fyrir peninga“.

Hingað til hefur það verið hinn vængurinn sem hefur gagnrýnt keðjuna fyrir stefnu hennar í málefnum hinsegin fólks. Fyrr á árinu neyddist keðjan til að loka fyrsta veitingastað sínum á Englandi eftir að mikil gagnrýni frá samtökum hinsegin fólks varð til þess að verslunarmiðstöðin, þar sem veitingastaðurinn var, neitaði að framlengja leigusamninginn.

Þá hafa tengsl keðjunnar við andstöðu gegn hinsegin fólki verið greinileg. Dan Cathy, forstjóri keðjunnar, hefur ekki farið leynt með andstöðu sína við hjónabönd samkynhneigðra. Þetta hefur haft áhrif á vöxt keðjunnar og orðið til að hún hefur misst af mörgum góðum stöðum fyrir veitingastaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram