fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

FBI vill ná þessum manni: Milljónir króna lagðar til höfuðs honum

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 3. desember 2019 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, leggur höfuðáherslu á að handtaka bandarískan ríkisborgara. Hefur stofnunin lagt fimm milljónir dala, rúmlega 600 milljónir króna, til höfuðs honum.

Maðurinn sem um ræðir er fæddur í San Diego og heitir Jehad Serwan Mostafa. Mostafa þessi er talinn vera hátt settur innan sómölsku hryðjuverkasamtakanna al-Shabab. Mostafa er 37 ára og er hann grunaður um hafa átt þátt í sprengjutilræðum samtakanna og árásum á hersveitir Afríkusambandsins.

Í frétt ABC News kemur fram að þátttaka Mostafa í starfsemi al-Shabab hafi, beint eða óbeint, leitt til hundruða dauðsfalla saklausra borgara í Afríku. Talið er að hann haldi sig í Sómalíu en einnig er talinn möguleiki á að hann hafi ferðast til Jemen, Eþíópíu og Kenía síðustu misseri.

Talið er að hann hafi gengið í raðir al-Shabab árið 2006 og á síðustu árum hafi hann gegnt mörgum stöðum hjá samtökunum, allt frá því að vera leiðbeinandi í æfingabúðum samtakanna til yfirmanns erlendra vígamanna samtakanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Í gær

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru

Snýr óvænt aftur eftir 8 ára fjarveru