fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Fulltrúadeildin samþykkti ákærurnar gegn Trump

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 19. desember 2019 08:53

Donald Trump er iðinn við að koma sér í vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt að ákæra Donald Trump 45. forseta Bandaríkjanna. Er hann sá þriðji til að verða ákærður með slíkum hætti í embættinu, sá fyrsti var Andrew Johnson, þriðji forseti Bandaríkjanna árið 1868 og Bill Clinton, 42. forseti Bandaríkjanna árið 1998, en þær ákærur féllu niður þar sem þær fengust ekki samþykktar í öldungadeildinni.

Meirihluti fulltrúadeildarinnar samþykkti  að Trump hefði misbeitt valdi sínu með 230 atkvæðum gegn 197 og var það að mestu eftir flokkslínum þó svo þrír demókratar hefðu setið hjá, en demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni.

Einnig var samþykkt að Trump hefði hindrað fulltrúadeildina er hún reyndi að afla upplýsinga um málið, með 229 atkvæðum gegn 198.

Nú mun málið fara til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem einnig þarf að samþykkja ákæruna ef hún á að ganga eftir. Það gæti reynst erfiðara þar sem repúblikanar fara með meirihlutann þar á bæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“