fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Tölvuþrjótur látinn selja eigur sínar til að endurgreiða fórnarlömbum sínum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. desember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zain Qaiser, tölvuþrjótur frá Essex á Englandi, var í apríl dæmdur í sex ára fangelsi fyrir netglæpi. Hann játaði að vera meðlimur í rússneskum tölvuþrjótahópi. Hann hafði haft milljónir punda upp úr krafsinu. Peningana hafði hann meðal annars notað til að gista á lúxushótelum, til að kaupa sér þjónustu vændiskvenna, til að stunda fjárhættuspil og til að kaupa lúxusvarning.

Qaiser stundaði að kúga fé út úr fólki sem heimsótti klámsíður. Fórnarlömb hans voru í 20 löndum. Hann keypti auglýsingapláss á klámsíðum og kom spilli- og njósnaforritum fyrir í auglýsingunum. Þannig öðlaðist hann aðgang að tölvum fórnarlamba sinna.

Qaiser hefur nú verið gert að endurgreiða fórnarlömbum sínum rúmlega 270.000 pund og verða eigur hans seldar til að standa undir endurgreiðslunum en þær eru einmitt metnar á rúmlega 270.000 pund. Sky skýrir frá þessu. Ef honum tekst ekki að endurgreiða fórnarlömbunum innan tveggja mánaða bætast tvö ár við fangelsisdóm hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“