fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Tölvuþrjótur látinn selja eigur sínar til að endurgreiða fórnarlömbum sínum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. desember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zain Qaiser, tölvuþrjótur frá Essex á Englandi, var í apríl dæmdur í sex ára fangelsi fyrir netglæpi. Hann játaði að vera meðlimur í rússneskum tölvuþrjótahópi. Hann hafði haft milljónir punda upp úr krafsinu. Peningana hafði hann meðal annars notað til að gista á lúxushótelum, til að kaupa sér þjónustu vændiskvenna, til að stunda fjárhættuspil og til að kaupa lúxusvarning.

Qaiser stundaði að kúga fé út úr fólki sem heimsótti klámsíður. Fórnarlömb hans voru í 20 löndum. Hann keypti auglýsingapláss á klámsíðum og kom spilli- og njósnaforritum fyrir í auglýsingunum. Þannig öðlaðist hann aðgang að tölvum fórnarlamba sinna.

Qaiser hefur nú verið gert að endurgreiða fórnarlömbum sínum rúmlega 270.000 pund og verða eigur hans seldar til að standa undir endurgreiðslunum en þær eru einmitt metnar á rúmlega 270.000 pund. Sky skýrir frá þessu. Ef honum tekst ekki að endurgreiða fórnarlömbunum innan tveggja mánaða bætast tvö ár við fangelsisdóm hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum